Tvinnbílar

Þetta fannst mér dæmalaust skemmtileg frétt því ég var að horfa á fréttir hér fyrir vestan á þriðjudaginn um að Toyota sæti uppi með óheyrilegan fjölda af Prius tvinnbílum því að þótt einhverjar kvikmyndastjörnur hafi viljað láta bera á sér með því að kaupa "umhverfisvæna" bíla þá er almenningur ekki á því hér vestra. Svo hefur hefur líka komið í ljós að þótt rafmótorinn í þessum bílum verði til þess að bensíneyðsla er engin niður brekkur þá er bensínvélin í þeim oftast svo máttlaus að þegar hún er í notkun eyðir hún hressilega. Þannig er t.d. Ford Escape tvinnbíll ekkert síður eyðslufrekur á bensín en venjulegur Escape. Mönnum líður bara svo dæmalaust vel ef þeir halda að þeir séu umhverfisvænir.
mbl.is Hægt að fjölga tvinnbílum umtalsvert á næstu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki ágætt að styðja þessa tækni?

Ef þú ert að eyða jafn miklu bensíni með twin bíl og þú gerir með venjulegum bíl þá er þróunin í rétta átt allavega.

Styðja þróunina á öðru en bensín bílum! "Rome wasn't built in a day"   

Hjalti (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 08:48

2 identicon

Á vefsíðu Orkuseturs er hægt að reikna út útblástur frá bifreiðum og reikna út rekstrarkostnað. Einnig er hægt að bera saman mismunandi tegundir og þar sést berlega að Tvinnbílarnir eru mun sparneytnari og gefa frá sér mun minni CO2 en aðrir bílar.

Skoðið reiknivélina hér og berið saman http://www.orkusetur.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/wa/dp?id=1916

Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:23

3 identicon

Það er sjálfsagt að styðja þróun á öðru en bensínbílum. Vestanvindur hefur hins vegar á réttu að standa með Príusinn, því að hann er ekki eyðslugrennri en venjulegir bensínbílar nema við sérstakar aðstæður (tekið af stað og stansað oft, eins og í Tokíóumferð). Framtíðin liggur fremur í bílum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni (þróunin er hröð á því sviði) eða lífeldsneyti (sem er núna orðið samkeppnishæft við jarðefnaeldsneyti). Ekki vetnistækni vegna þess hvað hún er flókin og dýr og vegna kostnaðar við framleiðslu á vetninu (nýtnin er miklu meiri ef rafmagnið er sett beint á rafgeymi í stað þess að rafgreina vatn).

Birnuson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:39

4 identicon

Bjarni: Best væri að hafa upplýsingar um útblástur og eldsneytisnotkun við venjulega notkun, en jafnvel þótt við notum reiknivél Orkuseturs kemur í ljós að ýmsir dísilbílar eyða litlu meira en Toyota Prius. Tökum svipaða bíla á borð við Renault Mégane, Citroën C4 eða Ford Focus með álíka stórum vélum. Þegar þar við bætist að tölur framleiðanda um sparneytni Toyota Prius virðast stórlega ýktar (sérstaklega samkvæmt ýmsum bandarískum heimildum) er vafasamt að nokkuð sé á því að græða að velja þann bíl, hvort sem hugað er að eldsneytisnotkun eða mengun.

Birnuson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 13:35

5 identicon

Orkueyðslan og mengunin við það að búa til tvöfalt kerfi í bílinn er margfalt meiri.... ef litið er á það hvað sparast þá? Ekki neitt menn menga bara meira við það að búa til gangverkið......það þarf líka að líta á þann þátt.

Nú, en að finna aðra orkugjafa sem menga minna er af hinu góða.....

klakinn (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Þórisson

Höfundur

Björgvin Þórisson
Björgvin Þórisson
Hefur sínar skoðanir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband