Aldrei!

Við höfum akkúrat ekkert að gera með Starbucks hér. Það er nóg af fínum íslenskum kaffihúsum og alveg óþarft að láta einhverja ammríska keðju valda yfir þau. Svo er eins með Starbucks og Subway að pantanir eru mjög flóknar og alltof margt sem þarf að ákveða áður en maður fær kaffibolla. Einhvern tíma kom fram að til þess að fá bát á Subway þyrfti að svara 13 spurningum. Má ég þá heldur biðja um Mokka!

mbl.is Ræðir við Starbucks um opnun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sammála....enda er kaffið á starbucks ekki gott kaffi...allavega ekki gæðakaffi. Hvet fólk frekar til að versla vð Kaffitár eða Te&Kaffi sem að eru með alvöru gæðakaffi.

Margret (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 09:09

2 Smámynd: 365

Starbucks hefur í gegnum árin verið styrktaraðili Sea Shepard hryðjuverkarsamtakanna og ég ætti víst eftir að fara að sötra kaffi á þeim bæ.  Nei takk.

365, 18.12.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Starbucks í BNA = ógeðslegt kaffi

Starbucks í Evrópuríkjum = bara mjög fínt kaffi.  Enda komast þeir ekki upp með að selja Evrópumönnum ógeðslegt kaffi eins og þeir geta selt í Bandaríkjunum.

Mér finnst bara í góðu að fá Starbucks hingað, þeir sem vilja ekki Starbucks geta bara farið á Te&Kaffi eða Kaffitár eða bara einhvert annað og fengið sér kaffi.

Vera Knútsdóttir, 18.12.2007 kl. 12:43

4 identicon

Bull er þetta í ykkur. Starbucks kaffið er "yfirleitt" mjög fínt, sama hvar er komið. Áður en Starbucks módelið varð vinsælt um allann heim var ekki hægt að fá almennilegt kaffi á kaffihúsum hér. Þetta hefur sem betur fer breyst og nú eru nokkur kaffihús hérna sem kunna að búa til mjög gott kaffi. Fyrir nokkrum árum hefði ég gefið allt til að hafa Starbucks hérna, en núna er það eiginlega Starbucks að þakka að það er ekki þörf á því lengur.

Dabbi (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Þórisson

Höfundur

Björgvin Þórisson
Björgvin Þórisson
Hefur sínar skoðanir

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband